Jæja, í dag er ég heima með Diljá. Hún hefur verið í vondu skapi síðustu daga og pirruð. Ég hélt samt að þetta skap væri ekki tengd glúten í þetta sinn. Eða ég vonaðist allavega til þess að við værum ekki að gera neitt villaust. Ég vonaðist líka til þess að mataræðið væri í lagi í leikskólanum. Leikskólinn gerir sitt allra besta til að Diljá fái ekki glúten.
Svo fórum við á hamborgarafabríkuna í gær. Ég hélt svo mikið að það væri allt í lagi þar. Þau gáfu mér góðar upplýsingar um t.d. að pylsurnar þar innihalda glúten sem sagði mér að þau athuguðu málið í staðin fyrir að segja bara nei nei... örugglega ekki. Sem er náttúrlega alveg óþolandi. Diljá fékk hamborgara í salatblaði, ost, tómatsósu, gúrku og franskar sem áttu að vera glútenlausar.
Í dag vaknaði hún í mjög vondu skapi og þegar við komum í leikskólann var hún ekki til í að sleppa mér. Henni sem finnst mjög gaman í leikskólanum og það hefur aldrei verið vandamál að kveðja hana á morgnana. Hún bað mig að bíða á meðan hún færi á klósettið og ég beið smá stund og kíkti svo á hana á klósettinu. Diljá var komin með rennandi niðurgang... Svo við erum heima í dag.
Diljá hefur greinilega fengið glúten hvort sem það er á hamborgarafabríkunni í gær, í leikskólanum einhvern daginn eða heima hjá mér. Í rauninni skiptir ekki máli nákvæmlega hvar hún hefur fengið glúten heldur hvenig samfélagið í heild sinni tekur á þessum sjúkdómi. Það virðist ekki mikið vera breytt í samfélaginu okkar þó svo að vitundarvakning um fæðuofnæmi sé vissulega mikil. Vinkona mín sem á barn með mjólkurofnæmi þarf líka alltaf að vera að rífast við hina og þessa staði. Það er ekki gaman að vera alltaf að rífast, kvara og vantreysta. En hvernig er annað hægt þegar starfsfólk sem vinnur með matvæli fær ekki kennslu um þessi mál og innihaldlýsingar matvara eru ílla merktar, ef það er þá merkt yfir höfuð.
Matur er menning, og að gera fólk með fæðurofnæmi og fæðuróþol óvisst, útundan og veikt er jaft fáranlegt eins og að taka hjólastólinn af hreyfihömluðum. Samfélagið í heild sinni verður að taka ábyrgð. Ég sem mamma ætti nátturlega að fá kennslu og fræðslu. Allir þeir sem vinna með börnum ættu líka að fá fræðslu og kennslu um fæðuofnæmi og fæðuðoþol. Og síðast en ekki sýst allir þeir sem vinna í kringum mat, eins og á veitingastöðum.
Á miðvikudaginn fer ég með Diljá til læknis og fæ beðni til að komast með hana í blóðpróf. Spurningin er hvernig verður tekið á því að hún sé að fá glúten?
Inga kommentarer:
Skicka en kommentar