tisdag 24 september 2013

Hringdi í vítamin.is til að spyrja um hvort barna vítamínus frá biomega innihaldi glúten. Ég fékk frábæra þjónustu! Afgreiðslukonan í símanum sagðist ætla að hringja í framleiðandann og láta mig svo vita. Hún var ekkert að gefa mér bara númerið hjá þeim heldur ætlar sér að athuga málið. Hún hringdi svo í mig strax aftur til að segja mér að framleiðandinn svarar ekki, en að hún muni reyna að ná í hann og hringja svo í mig um leið og hún fær svör. Þetta kalla í góða þjónustu :)

Það er nefnilega þannig að sum vítamín og lyf innihalda glúten...

Annað má nú segja um mjólkursamsöluna, eyddi allri inneigninni minni áðan meðan mér var gefið samband við hina og þessa sem svöruðu svo aldrei. Ég er búin að vera að reyna að komast að því hvort smurostur með pappríkubragði innihaldi glúten eða ekki í nokkrar vikur!

Já ég er bitra konan sem eyðir miklum tíma í að hringja í hina og þessa framleiðendur og athuga hvort vörur innihalda glúten. Þetta er ekki skemmtilegast í heimi en hvað er annað hægt þegar maður á barn með glútenóþol? Auðvitað verður maður bara að vera all in! :)

P.s: það eru víst önnur börn á leikskólanum með niðurgang, þannig að kannski er Diljá bara magaveik og hefur ekki fengið glúten. Fæ að vita það þegar hún kemst loks í blóðpróf...

2 kommentarer:

  1. Hæ hæ,

    Takk fyrir frábært blogg sem ég var að sjá og á eftir að lesa upp til agna :)

    Mig langar að vita hvernig þú komst að því að dóttir þín er með glúteinóþol og hvaða blóðprufu hún getur farið í til að fá úr því skorið.

    Kveðja,
    Svandís

    SvaraRadera
  2. Hæ Svandís, gaman að þú sért að lesa bloggið :) Ég er nýflutt til Ísland en ég bjó í Svíþjóð þegar dóttir mín var greind með glútenóþol. Henni var mjög oft íllt í maganum og með niðurgang og harðlífi til skiptis. Ég var búin að fara svo oft með hana til læknis áður en þeir tóku loks blóðpróf. Þeir vildu nú ekkert gera það í fyrstu vegna þess að hún þyngdist alveg eðlilega og hélt sinni kurfu. Þegar hún var 4 ára og 3 mánaða tóku þeir loks blóðpróf. Nú er ég ekki læknir svo ég get ekki lýst því nákvæmlega að hverju þeir leita í blóðinu en ég veit að það er eitthvað mótefni sem á ekki að gefa hærri tölu en 5. Dóttir mín var með yfir 400 takk fyrir! Hún þurfti þess vegna ekki að fara í þarmaspeglun heldur gaf blóðprófið skýr svör um að um glútenóþol væri að ræða. Hún var einnig með næringaskort og járnskort en það er víst mjög algengt hjá þeim sem eru með glútenóþol og borða glúten. Á morgun fer ég með hana til heimilislæknis sem gefur mér beðni svo ég geti farið með hana í blóðpróf hér á Íslandi, Ef það blóðpróf sýnir þetta mótefni í of háu magni er hún enn að fá glúten. Þarmarnir verða sléttir og draga ekki í sig næringu þegar hún borðar glúten. Þegar hún borðar ekki glúten eru þarmarnir eðlilegir eða ekki sléttir og taka í sig næringu. Þarmarnir verða ekki svona sléttir hjá þeim sem eru ekki með glútenóþol.
    Það er gaman að segja frá því að greint glútenóþol er mun algengara í Svíþjóð. Ég trúi tví allavega að glútenóþol sé álíka algengd hér á landi og í Svíþjóð en um verulega vangreiningu sé um að ræða hér á Íslandi.
    Ég get bloggað um þessa ´blóðprufu þegar hún kemst í hana og látið þig þá vita hvert ég fór. Endilega vertu í bandi, gaman að hjálpast að.
    Kveðja, Anna Kolbrún

    SvaraRadera