Ég fór með Diljá til heimilislæknis í dag til að fá beðni svo hún komist í blóðpróf. Læknirinn í Svíþjóð var búinn að ráðleggja mér það til að athuga hvort mataræðið hjá henni væri ekki örugglega í lagi eftir að við fluttum til Íslands.
Það var ekki auðvelt að fá þessa beðni eins fáranlega og það hljómar...
Læknirinn sagði við mig að blóðpróf væru yfirleitt ekki tekin eftir greiningu. Það væri ekki venjan að taka blóðpróf "bara" til þess að athuga hvort mataræðið væri í lagi hjá þeim með sjúkdóminn celaki. Svo spurði hún: hverju breytir það eiginlega fyrir þig þó svo þú sjáir á blóðprófi að hún sé að fá e-h glúten í mataræðinu? Við þetta hélt ég að ég mundi springa! Ég var svo sár. Ég sagði henni að það skiptir máli, því ef hún er að fá glúten þá þarf ég að ráðleggja mig við næringafræðing og vita hvað það er sem ég er að gera villaust. Svo bætti ég því við að það skiptir ekki máli að öðru leiti þar sem að heilbrigðiskerfið á Íslandi er ekkert að fylgja því eftir þegar fólk greinist með þennan sjúkdóm. Ég skil eiginlega alveg afhverju það er ekki verið að greina fólk með glútenóþol þegar þau eru ekki með neinar ráðstafanir um hvernig á að upplýsa fólk og aðstoða fólk við það að lifa með þessum sjúkdómi. Þetta er til skammar! Ég upplifi mig eins og ég sé flutt aftur í fornöld, eftir að hafa búið í Svíþjóð í nokkur ár. Stundum langar mig bara að flytja aftur til Svíþjóðar bara útaf þessu. Sem er mjög sorglegt.
Eftir að heimilislæknirinn var búin að tala við aðra lækna á heilsugæslunni, skíthrætt við, bitru glútenlögguna mig, gaf hún loks eftir og gaf mér beðni. Ég fór með Diljá í blóðpróf á Borgaraspítalanum, þar sem þeir skima eftir mótefni sem sýnir svo á svart-hvítu hvort hún sé að fá eitthvað glúten í fæðunni. Við fáum svo bréf í pósti um það. Ég vona svo innilega að hún sé ekki að fá glúten og allt sé í góðu.
Diljá var ekkert deyfð og stungin í báðar hendur sem endaði með því að hún ældi yfir sig og mig alla.
En svo er náttúrlega spurning hvort eitthvað sé að marka blóðpróf sem er tekið svona. Ég hef nefnilega heyrt að það skiptir máli að hverju sé leitað og að það þurfi sérfræðing á þessu sviði svo blóðprófið sé 100% en við sjáum til hvernig þetta gengur. Nóg tuð í bili.
Kveðja, Glútenlöggan! :)
Inga kommentarer:
Skicka en kommentar