tisdag 22 oktober 2013

Fékk loks tíma hjá Mikael Klausen barnalækni. Það var æðislegt að tala loks við einhvern sem vissi allt um sjúkdóminn celaki. Diljá verður líka prófuð fyrir mjólkuróþoli, en hún hefur einmitt verið góð í maganum síðan ég tók út mjólkursykur að mestu. Að prófa hvort börn séu með mjólkuróþol virðist ekki vera mikið mál, aftur á móti virðist það vera happdrætti hvort foreldrar fái að fara með börnin sín í svona próf, eins og virðist reyndar vera með allt fæðuóþol :/. Allavega ef farið er til heimilislæknis. Þess vegna var frábært að komast til Mikael á DomusMedica, sem vissi hvað ég var að tala um og var sammála því að auðvitað eigi bara að taka próf og sjá hvort börnin séu með fæðuróþol eða ekki.

Heiða vinkona var nú þegar búin að redda mér tíma hjá Kolbrúnu næringaráðgjafa, en Mikael mælti einmitt með henni. Hlakka til að heyra hvað hún hefur að segja um glútenlaust fæði. Hér er listi sem ég ætla að spyrja hana um...

Tómatsósa?

(ég þori ekki að gefa dóttur minni tómatsósu vegna þess að ég er óviss, sumir segja að hún sé í lagi aðrir ekki. Hvað með öll þessi E efni? Er einhver ákveðin tegund af tómatsósu í lagi?

Soya Lecithin i lagi? Hef heyrt að að það sé ekki glúten í því en sumir þoli það samt ekki.

Franskar, veit að franskar eru oft með hveiti en er til einhver ákveðin tegund sem er í lagi?

Poppkorn, veit að það er hægt að kaupa glútenlaust poppkorn en þýðir það að allt hitt poppkornið innihaldi glúten?

Mysingur?

Kryddblöndur?

Kakó?

rúsínur?

Krydd?

Skinka og kjötbúðingur (kjarnafæði) SS pylsur gerir sig út á það að vera glútenlaust er það áreiðanlegt?

pítusósa? hef allavega ekki þorað því...

hreint rjómasúkkulaði?

svo bæti ég inn í listann, man ekki eftir neinu akkurat núna. Hugmyndir?

Það er ljóst að fræðsla og eftirfylgni barna með celaki er ekki til staðar innan heilbrigðiskerfisins, nema kannski fyrir þá sem frekjast áfram í kerfinu eins og ég er að gera. En það er alveg hundleiðinlegt að þurfa þess.


Inga kommentarer:

Skicka en kommentar