Jæja allt of langt síðan ég var hér. Var e-h svo óörugg um að blogga þar sem mér fannst ég ekkert vita lengur um glútenóþol. Síðan ég flutti til Íslands hefur það verið stanslaus barátta að googla innihaldslýsingar og hringja í fyrirtæki og spyrja um innihald ýmissa vara. Hér á Íslandi fáum við foreldrar ekki fræðslu á spítalanum og leikskóla og grunnskólakennarar fá ekki þá ráðgjöf. Ég er svo heppin að á Hof vinnur alveg ótrúlega dugleg kona í eldhúsinu. Hún og ég hjálpumst með þetta en auðvitað er ég líka að læra inn á þetta á sama tíma og ég reyni að fræða hana. Hún bakar betri glútenlaust brauð en ég og Diljá er súperánægð með það. Ég sjálf er mjæg ódugleg við að elda og baka en ætla samt að halda utan um matargerðina hjá afa Vigni og baksturinn hjá ömmunum á þessu bloggi. Það gera allt glútenlaust fyrir Diljá. Ég er svo heppin að eiga góða að.
Inga kommentarer:
Skicka en kommentar