söndag 16 mars 2014



Þetta merki á að vera á öllum glútenlausum vörum. Þetta merki þýðir að varan hefur fengið leyfi til þess að markaðsetja sig sem glútenlaust og uppfyllir þær kröfur sem til þarf til að vera pottþétt glútenlaust.

Ég hef ekki verið svo samviskusöm að bara kaupa vörur sem hafa þetta merki. Aðalega vegna þess að ég hef viljað trúa því að ef það stendur glútenlaust þá sé það satt. Nú er ég svona að velta því fyrir mér hvort ég eigi að kaupa bara vörur með þessu merki. Það er náttúrlega lang öruggast. Hvað geri þið sem eruð með glútenóþol eða eigið börn með glútenóþol?

Ég held að þetta merki sé á vörum frá bæði Evrópu og Ameríku, annars er ég ekki alveg viss. Ég veit allavega að þetta er á Evrópsku vörunum og mér var ráðlagt að kaupa bara vörur með þessu merki þegar ég var búsett þar. Þetta breyttist allt þegar við fluttum hingað. þá hætti ég að panta vörur ´´i gegnum spítalann og fór að kaupa glútenlaust út í búð.


 

Inga kommentarer:

Skicka en kommentar