onsdag 22 januari 2014

Jæja þetta blogg gleymdist alveg í jólaprófum og jólafríi og allt það. En nú er ég komin aftur. Það besta við þetta blogg er að ég get deilt upplýsingum um glútenóþol dóttur minnar með þeim sem umgangast hana án þess að þurfa alltaf að vera að tala um "vandamálið" glútenóþol fyrir framan hana. Ef ég verð duglegri að skrifa hér getur þetta blogg t.d. orðið góður samskiptamiðill fyrir leikskólann og síðar skólann. Það er líka bara frábært ef þetta blogg hjálpar öðrum í sömu sporum.

Dóttir mín, 5 ára, kvartar enn í maganum og ég hef hingað til ekkert vitað afhverju. En nú er ég búin að komast að því að ég hef verið að eitra, auðvitað óviljandi, fyrir dóttur minni með því að leyfa henna að drekka kók með kvöldmatnum á laugardögum. Ég veit vel að kók er stútfullt af sykri og kófíni og ekki æskilegt fyrir börn en leyfði henni þetta nú samt, eiginlega svona aðþví hún má ekki borða svo margt sem önnur börn fá. Hún borðar alltaf svo hreinan og hollan mat að mér fannst hálft kók glass á laugardögum ekkert stórmál.

Ég hafði bara ekki hugmynd um að það væri glúten í kóki! Nú hef ég komist að því með hjálp góðra vinkonu að það er glúten í E 150 a,b,c og d. Þetta E efni er karmellulitur sem er í kóki.

Tilfinningin sem helltist yfir mig þegar ég gerði mér grein fyrir þessu var hræðileg. En núna veit ég þó afhverju henni er íllt í maganum og tek út kókið.

Það er alveg stórskrítið að maður þurfi að leggjast nánast út í rannsóknavinnu til þess að fá upplýsingar um hvað inniheldur glúten og hvað ekki. Ég hef farið til færustu lækna og næringaráðgjafa á landinu en aldrei fengið upplýsingar um glúten í E efnum. Ætti maður ekki að fá almennilega fræðslu um þetta? Það finnst mér.

Inga kommentarer:

Skicka en kommentar